laugardagur, 29 apríl 2017 |

Hjörvar og Hanna Rún með systkinin Dropa og Voröld frá Kirkjubæ mynd/Bragi Sverrisson.
|
Sýningin Ræktun 2017 var haldin í Fákaseli nú um helgina. Þetta var glæsileg sýning, margt góðra hrossa og allt vel útfært og vel undirbúið. Hrossaræktarsamband Suðurlands veitti okkur viðurkenningu ásamt öðrum sunnlenskum búum sem hlotið höfðu tilnefningu til ræktunarverðlauna ársins. Síðan vorum við líka með okkar atriði sem tókst vel. Þar komu fram Voröld, Dropi, Valgarð og Sjóður. Knapar voru í sömu röð Hanna Rún, Hjörvar, Gummi og Eva. Mjög skemmtilegt kvöld.
|
Lesa meira...
|
|
mánudagur, 21 nóvember 2016 |

f.v. Ólafur formaður, Eva á Rauðalæk, Ási og Helga á Hvolsvelli, Ágúst og Unnur Kirkjubæ, Marjolyn og Kristinn Árbæjarhjáleigu.
|
Það voru stoltir Kirkjubæingar sem tóku við tilnefningu til ræktunarverðlauna ársins á ráðstefnunni Hrossarækt 2016 í Spretti um síðustu mánaðamót. Þeir voru ekki síður stoltir eigendur Kirkjubæjarbúsins Unnur og Ágúst sem tóku við ræktunarverðlaunum ársins hjá hestamannafélaginu okkar Geysi á uppskerhátíð félagsins á laugardaginn var. Valgarð frá Kirkjubæ var efsti 4 v. stóðhesturinn og Dropi frá Kirkjubæ þriðji 5. vetra stóðhesta úr ræktun Geysisfélaga.
|
Lesa meira...
|
|
föstudagur, 14 október 2016 |

Valgarð-Voröld-Dropi-Fenja
|
Árið 2016 voru sýnd 4 hross frá okkur á Kirkjubæ í kynbótadómi, tveir stóðhestar og tvær hryssur. Útkoman var góð, við teljum þessi fjögur öll til kynbóta og framfara fallin og erum stolt af árangrinum:
Valgarð frá Kirkjubæ 4v. s. 8.31 h. 8.54 ae. 8.45
Dropi frá Kirkjubæ 5v. s. 8.09 h. 8.69 ae. 8.45
Voröld frá Kirkjubæ 6v. s. 8.31 h. 8.35 ae. 8.33
Fenja frá Kirkjubæ 7v. s. 8.20 h. 8.04 ae. 8.11
|
Lesa meira...
|
|
sunnudagur, 09 október 2016 |

Snillingurinn Valgarð frá Kirkjubæl/Ljósm. J. Mukka
|
Frjósemin var í ágætu lagi í sumar og von á einum 8 folöldum næsta vor. Að þessu sinni veðjuðum við dálítið á Kirkjubæjarhestana okkar. Þyrnirós er fylfull við Dropa frá Kirkjubæ, Lilja, Ísafold og Strönd eru fylfullar við Valgarð frá Kirkjubæ og Freisting gamla fylfull við Sjóði frá Kirkjubæ. Þá er Dögg fylfull við Arði frá Brautarholti, Alparós var hjá Eldi frá Torfunesi og Voröld hjá Jökli frá Rauðalæk. Það verður tilhlökkunarefni að sjá hvað kemur út úr þessu hjá okkur á vori komanda.
|
Lesa meira...
|
|
|
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>
|
Úrslit 1 - 4 af 214 |