Frá Kirkjubæ 2016 PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 14 október 2016

Valgarð-Voröld-Dropi-Fenja

Árið 2016 voru sýnd 4 hross frá okkur á Kirkjubæ í kynbótadómi, tveir stóðhestar og tvær hryssur. Útkoman var góð, við teljum þessi fjögur öll til kynbóta og framfara fallin og erum stolt af árangrinum:

Valgarð frá Kirkjubæ 4v. s. 8.31 h. 8.54 ae. 8.45

Dropi frá Kirkjubæ 5v. s. 8.09 h. 8.69 ae. 8.45

Voröld frá Kirkjubæ 6v. s. 8.31 h. 8.35 ae. 8.33

Fenja frá Kirkjubæ 7v. s. 8.20 h. 8.04 ae. 8.11

 

 

 

Lesa meira...
 
Veðjum á okkar hesta! PDF Prenta Rafpóstur
sunnudagur, 09 október 2016

Snillingurinn Valgarð frá Kirkjubæl/Ljósm. J. Mukka

Frjósemin var í ágætu lagi í sumar og von á einum 8 folöldum næsta vor. Að þessu sinni veðjuðum við dálítið á Kirkjubæjarhestana okkar. Þyrnirós er fylfull við Dropa frá Kirkjubæ, Lilja, Ísafold og Strönd eru fylfullar við Valgarð frá Kirkjubæ og Freisting gamla fylfull við Sjóði frá Kirkjubæ. Þá er Dögg fylfull við Arði frá Brautarholti, Alparós var hjá Eldi frá Torfunesi og Voröld hjá Jökli frá Rauðalæk. Það verður tilhlökkunarefni að sjá hvað kemur út úr þessu hjá okkur á vori komanda.

 

 

 

Lesa meira...
 
Haustverkin PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 30 september 2016

Hjörvar og Dropi frá Kirkjubæ á LM 2016/Ljósm. J. Mukka

Nú eru haustverkin í algleymingi og framundan eru frumtamningar og skemmtilegheit. Að þessu sinni verður mikil samvinna í þeim efnum. Hanna Rún og Elvar Þormars munu leggja saman kraftana við frumtamningar á tryppum sem fara á 4 vetur frá Kirkjubæ og Strandarhjáleigu næstu vikurnar. Hjörvar er hins vegar í Sviss við tamningar fram í miðjan nóvember. Síðan er afar spennandi vetur framundan með efnileg hross í röðum!

 

 

 

Lesa meira...
 
Á landsmóti PDF Prenta Rafpóstur
laugardagur, 02 júlí 2016

Séð yfir mótssvæðið úr Gvendarskál/Ljósm. ÁS

Landsmót hestamanna stendur yfir á Hólum í Hjaltadal og er vel heppnað. Hestakostur afar góður og skipulag mótsins til fyrirmyndar. Hrossin okkar frá Kirkjubæ standa sig vel. Í dag fer fram verðlaunaafhending stóðhesta og þar verður Valgarð okkar í sviðsljósinu, annar í flokki 4 vetra stóðhesta. Það verður síðan spennandi í kvöld að fylgjast með A-úrslitum í A-flokki gæðinga en þar er okkar hestur Sjóður frá Kirkjubæ í fremstu röð. Úr Gvendarskál í Hólabyrðu er góð yfirsýn um mótssvæðið - þangað skrönglaðist Ágúst einn morguninn sér til heilsubótar - sjá hér!

 

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 1 - 4 af 212