Á landsmóti |
![]() |
![]() |
![]() |
Skrifað af Ágúst Sigurðsson | ||||||||
laugardagur, 02 júlí 2016 | ||||||||
Landsmót hestamanna stendur yfir á Hólum í Hjaltadal og er vel heppnað. Hestakostur afar góður og skipulag mótsins til fyrirmyndar. Hrossin okkar frá Kirkjubæ standa sig vel. Í dag fer fram verðlaunaafhending stóðhesta og þar verður Valgarð okkar í sviðsljósinu, annar í flokki 4 vetra stóðhesta. Það verður síðan spennandi í kvöld að fylgjast með A-úrslitum í A-flokki gæðinga en þar er okkar hestur Sjóður frá Kirkjubæ í fremstu röð. Úr Gvendarskál í Hólabyrðu er góð yfirsýn um mótssvæðið - þangað skrönglaðist Ágúst einn morguninn sér til heilsubótar - sjá hér!
|
< Fyrri | Næsti > |
---|