┴ landsmˇti PDF Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af ┴g˙st Sigur­sson   
laugardagur, 02 j˙lÝ 2016

Séð yfir mótssvæðið úr Gvendarskál/Ljósm. ÁS

Landsmót hestamanna stendur yfir á Hólum í Hjaltadal og er vel heppnað. Hestakostur afar góður og skipulag mótsins til fyrirmyndar. Hrossin okkar frá Kirkjubæ standa sig vel. Í dag fer fram verðlaunaafhending stóðhesta og þar verður Valgarð okkar í sviðsljósinu, annar í flokki 4 vetra stóðhesta. Það verður síðan spennandi í kvöld að fylgjast með A-úrslitum í A-flokki gæðinga en þar er okkar hestur Sjóður frá Kirkjubæ í fremstu röð. Úr Gvendarskál í Hólabyrðu er góð yfirsýn um mótssvæðið - þangað skrönglaðist Ágúst einn morguninn sér til heilsubótar - sjá hér!

 

 

 

 

Hrynjanda-sonurinn Kornelíus frá Kirkjubæ stóð sig vel með knapa sinn Gyðu Sveinbjörgu Kristinsdóttur í unglingaflokki. Var nálægt því að komast í B-úrslit, með 8.42.

Dropi frá Kirkjubæ kom vel fyrir hjá Hjörvari á yfirlitssýningunni og hækkaði fyrir brokk og stökk./Isibless.is

Valgarð frá Kirkjubæ endaði í 2 sæti eftir yfirlitssýninguna - það er glæsileg útkoma og ánægjuleg fyrir þennan unga gæðing/Hestafrettir.is

 

Svo óheppilega vildi til að Voröld frá Kirkjubæ greip á sig á æfingu á landsmóti og heltist lítillega. Tók því ekki þátt - svona er lífið, getur alltaf gerst.

 

Snillingurinn okkar - Sjóður frá Kirkjubæ keppir í kvöld í A-úrslitum A-flokks á Landsmóti. Líklega sterkasti A-flokkur frá upphafi vega.

 

Hanna Rún og Birta urðu í 5 sæti í 150 m skeiði á frábærum tíma - 14.52/Jenny Mukka facebook.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
< Fyrri   NŠsti >