Ve­jum ß okkar hesta! PDF Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af ┴g˙st Sigur­sson   
sunnudagur, 09 oktˇber 2016

Snillingurinn Valgarð frá Kirkjubæl/Ljósm. J. Mukka

Frjósemin var í ágætu lagi í sumar og von á einum 8 folöldum næsta vor. Að þessu sinni veðjuðum við dálítið á Kirkjubæjarhestana okkar. Þyrnirós er fylfull við Dropa frá Kirkjubæ, Lilja, Ísafold og Strönd eru fylfullar við Valgarð frá Kirkjubæ og Freisting gamla fylfull við Sjóði frá Kirkjubæ. Þá er Dögg fylfull við Arði frá Brautarholti, Alparós var hjá Eldi frá Torfunesi og Voröld hjá Jökli frá Rauðalæk. Það verður tilhlökkunarefni að sjá hvað kemur út úr þessu hjá okkur á vori komanda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
< Fyrri   NŠsti >