Um KirkjubŠ PDF Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af SŠmundur frˇ­i   
sunnudagur, 19 aprÝl 2009

Kirkjubær á Rangárvöllum - Tindfjölllin í baksýn.

Á Kirkjubæ á Rangárvöllum rekum við fjölskyldan hrossaræktarbú og höfum gert um árabil. Ræktunarstarfið á bænum hófst raunar um miðja síðustu öld og er Kirkjubær eitt fyrsta sveitabýlið á Íslandi sem byggir alfarið á hrossarækt og hestamennsku. Hestamennskan er mikilvægur hluti af okkar daglega lífi og öll fjölskyldan tekur þátt. Hjörvar Ágústsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir eru nú aðalþjálfarar og tamningamenn búsins en þau eru bæði menntaðir reiðkennarar frá Hólaskóla. Okkar markmið er fyrst og fremst að njóta samvistanna með hestinum, eflast sem hestamenn og rækta betri hross. Við teljum Íslenska hestinn vera eitt mesta verðmæti þjóðarinnar.

Ágúst, Unnur, Hjörvar, Hanna Rún, Assa og Dagur Kirkjubæ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

Hjörvar á Dropa, Hanna Rún á Merði og Elvar Þormars á sumardaginn fyrsta 2016.

Stoltir ræktendur á LM 2011 - Sjóður efstur í flokki 4 v. stóðhesta.

Stoltir Kirkjubæingar á LM2008 á Hellu. Unnur, Gummi og Þyrnirós, Eva og Fjóla og Ágúst.

Stoltir Kirkjubæingar á LM2008 á Hellu. Unnur, Gummi og Þyrnirós, Eva og Fjóla og Ágúst.

Unnur og Ágúst með krakkaskarann: Hjörvar, Össu, Elvar og Dag.
Krakkarnir í hestaferð sumarið 2008 – Trölli gamli hefur alið þau öll upp.
Hjörvar ásamt hestafræðingunum Oddi og Völu.
Matti yfirveiðivörður í Kirkjubæ.