Gleðilegt sumar PDF Prenta Rafpóstur
fimmtudagur, 21 apríl 2016

Valgarð frá Kirkjubæ 4. vetra

Á sumardaginn fyrsta fóru þeir frændur Hjörvar og Elvar fyrir fylktu liði hestamanna sem riðu að Kirkjuhvoli dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli áður en hin árlega firmakeppni fór fram. Þeir tóku sig vel út með fánana og sá ungi Dropi frá Kirkjubæ haggaðist ekki hjá Hjörvari þótt aldrei hafi hann séð fána áður um dagana. Hanna Rún situr upprennandi fjórgangsmeistarann Mörð frá Kirkjubæ.

 

 

Lesa meira...
 
Dropi að blómstra PDF Prenta Rafpóstur
þriðjudagur, 05 apríl 2016

Tamning og þjálfun hefur gengið vel hjá Hjörvari og Hönnu Rún í vetur. Mikið riðið út og gaman í vinnunni enda fullt af efnilegum hrossum. Dropi frá Kirkjubæ á 5 v. Kiljanssonur er einn af þessum hestum og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Við erum orðin nokkuð viss um að hér er á ferðinni efni í úrvals góðan keppnishest í fimmgangsgreinar. Allur gangur góður og skapið einstaklega traust.

 

 

Lesa meira...
 
Frumtamningum lokið PDF Prenta Rafpóstur
þriðjudagur, 15 september 2015

Þá er búið að frumtemja hópinn fæddan 2012. Hér á myndinni er Hrafnsá frá Kirkjubæ Sjóðsdóttir - bráðefnileg og þroskuð. Tamningar gengu eins og í sögu - tryppin hæfilega tamin og núna komin í frí ásamt flestum öðrum hrossum á bænum fram í nóvember. Hjörvar farinn í tvo mánuði til Sviss að temja og Hanna Rún í Hafnarfjörðinn að temja og kenna. Síðan fer allt af stað aftur í Kirkjubæ þegar líður á nóvember.

 

 

Lesa meira...
 
Árgangur 2012 PDF Prenta Rafpóstur
þriðjudagur, 18 ágúst 2015

Í gær hófust frumtamningar árgangs 2012 í Kirkjubæ. Alls eru þetta 10 hryssur og 3 stóðhestar. Hryssuárgangurinn gengur undir nafninu ÁRNAR en þær bera allar nöfn sem enda með "-á" og eru undan Sjóði frá Kirkjubæ, Hrók frá Efsta-Dal og Konsert frá Korpu. Folarnir eru Vaki u. Sæ og Þyrnirós (albróðir Sjóðs), Valgarð u. Sjóði og Freistingu og Aðils u. Sjóði og Dögg.

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 17 - 20 af 214