Ströndin stóð sig PDF Prenta Rafpóstur
þriðjudagur, 11 ágúst 2015

Við höfum alltaf haft tröllatrú á því að Strönd frá Kirkjubæ myndi taka þetta alla leið einn daginn. Nú hefur það gerst. Fór í 8,70 fyrir hæfileika á Miðsumarsýningu á Hellu nú á dögunum - töltið og viljinn afbragð eins og við vissum. Vel tamin og sýnd hjá Gumma og Evu. Henni var haldið undir heimsmeistarann Hrímni frá Ósi - þar kemur snillingur.

 

 

Lesa meira...
 
Því ég er kominn heim...... PDF Prenta Rafpóstur
mánudagur, 10 ágúst 2015

Nú hafa orðið mikil þáttaskil í Kirkjubæ þegar Hjörvar og Hanna Rún eru mætt til leiks, útskrifaðir Reiðkennarar frá Hólaskóla og uppfull af orku og áhuga. Þau sjá um tamningar og þjálfun hrossanna okkar í Kirkjubæ og taka hross í tamningu og þjálfun auk þess að sinna reiðkennslu - keppa og sýna kynbótahross. Og það hefur ekki staðið á verkefnum frá því að þau komu heim í Kirkjubæ - fullt út úr dyrum. Velkomin heim Hjörvar og Hanna Rún og megi gæfan fylgja ykkur!

 

 

Lesa meira...
 
Hestaferð 2015 PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 03 júlí 2015

Fjögurra daga hestaferð á enda. Lögðum upp frá Kirkjubæ með um 50 hross og var í fyrsta áfanga riðið að Vatnsdal þar sem hestar voru geymdir hjá Ella bónda. Daginn eftir riðið niður í Fljótshlíðarréttir og áfram yfir hjá Auraseli og niður í Gunnarshólma til Hlyns. Á þriðja degi riðið vestur Landeyjar að Eystri-Hól til Halldórs Hróars. Síðasti dagurinn voru það síðan "Bakkarnir" upp hjá Ártúnum og áfram í Hvolsvöll og þaðan í Kirkjubæ. Bakkarnir frá Grímsstöðum að Ártúnum eru líklega bestu reiðgötur á Íslandi. Frábær ferð í góðum félagsskap.

 

 

Lesa meira...
 
Dropi og félagar PDF Prenta Rafpóstur
sunnudagur, 02 nóvember 2014

Undanfarnar vikur hafa 15 tryppi á 4 vetur verið í frumtamningu í Kirkjubæ. Nokkur þeirra voru tekin út og skoðuð í morgun. Þarna eru á ferðinni efnistryppi undan Sjóði frá Kirkjubæ, Njáli frá Hvolsvelli, Straumi frá Breiðholti, Fána frá Kirkjubæ, Ágústínusi frá Melaleiti og Kiljan frá Steinnesi.Tveir ógeltir hestar eru í hópnum. Annar undan Ágústínusi og Freistingu og hinn undan Kiljan og Dögg. Sá síðastnefndi heitir Dropi og vakti mikla lukku í morgun!

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 21 - 24 af 214