Landsmót á Hellu PDF Prenta Rafpóstur
sunnudagur, 06 júlí 2014

Kirkjubæingar á föstudagskvöldi á LM 2014

 

Góðu landsmóti er lokið. Veðrið var rysjótt en allt annað frábært. Hestakostur sem aldrei fyrr og svæðið okkar á Hellu er auðvitað engu líkt - frábærir vellir sem þola nánast allt - enda féllu heimsmetin hægri vinstri.

Hér er upptaka RÚV frá ræktunarbúum á föstudagskvöldinu. Kirkjubær byrjar ca. 68 mín.

 

 

 

 

 

Lesa meira...
 
Ber nafnið vel PDF Prenta Rafpóstur
laugardagur, 21 júní 2014

Stapi frá Kirkjubæ - efnilegur hestur.

 

Stapi frá Kirkjubæ ber nafn sitt vel - stór og stæðilegur. Hallgrímur Birkis og Elvar Þormars hafa haft hann í þjálfun í vetur. Hann er um margt líkur systur sinni Fjólu - bara vakur líka. Við erum ekkert að flýta okkur - góðir hlutir gerast hægt og vandað!

 

 

 

 

Lesa meira...
 
Blýsperrtir ungfolar PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 20 júní 2014

Dropi frá Kirkjubæ 3 v. fór í hryssur í morgun.

 

Í dag var tilraunastarfsemi sett í gang í Kirkjubæ. Tveir ungfolar verða reyndir til undaneldis á nokkrar hryssur. Báðir vel ættaðir og spennandi í útliti og hreyfingum. Dropi er 3 v. undan Kiljan frá Steinnesi og Dögg frá Kirkjubæ, þroskaður foli, fagurlitur og faxprúður með fallegan gang. Síðan er Vaki 2 v undan Sæ frá Bakkakoti og Þyrnirós frá Kirkjubæ - albróðir Sjóðs frá Kirkjubæ.

 

 

 

 

Lesa meira...
 
Ræktunarstarfið PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 20 júní 2014

Þrjár gamlar og góðar í blíðunni  - Sending, Freisting, Alparós

 Nú eru komin 7 folöld í Kirkjubæ og von á einum 6 í viðbót þetta árið. Folöldin eru undan þeim Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Hrímni frá Ósi, Spuna frá Vesturkoti, Sjóði frá Kirkjubæ, Stála frá Kjarri, Eldi frá Torfunesi og Eldi frá Köldukinn. Kynhlutfallið allhrikalega skekkt fram til þessa - 6 hestar og 1 hryssa!

 

 

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 29 - 32 af 214