Haustverkin PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 30 september 2016

Hjörvar og Dropi frá Kirkjubæ á LM 2016/Ljósm. J. Mukka

Nú eru haustverkin í algleymingi og framundan eru frumtamningar og skemmtilegheit. Að þessu sinni verður mikil samvinna í þeim efnum. Hanna Rún og Elvar Þormars munu leggja saman kraftana við frumtamningar á tryppum sem fara á 4 vetur frá Kirkjubæ og Strandarhjáleigu næstu vikurnar. Hjörvar er hins vegar í Sviss við tamningar fram í miðjan nóvember. Síðan er afar spennandi vetur framundan með efnileg hross í röðum!

 

 

 

Lesa meira...
 
Á landsmóti PDF Prenta Rafpóstur
laugardagur, 02 júlí 2016

Séð yfir mótssvæðið úr Gvendarskál/Ljósm. ÁS

Landsmót hestamanna stendur yfir á Hólum í Hjaltadal og er vel heppnað. Hestakostur afar góður og skipulag mótsins til fyrirmyndar. Hrossin okkar frá Kirkjubæ standa sig vel. Í dag fer fram verðlaunaafhending stóðhesta og þar verður Valgarð okkar í sviðsljósinu, annar í flokki 4 vetra stóðhesta. Það verður síðan spennandi í kvöld að fylgjast með A-úrslitum í A-flokki gæðinga en þar er okkar hestur Sjóður frá Kirkjubæ í fremstu röð. Úr Gvendarskál í Hólabyrðu er góð yfirsýn um mótssvæðið - þangað skrönglaðist Ágúst einn morguninn sér til heilsubótar - sjá hér!

 

 

 

Lesa meira...
 
Aðils frá Kirkjubæ - bróðir beggja PDF Prenta Rafpóstur
þriðjudagur, 14 júní 2016

Aðils frá Kirkjubæ.

Ætt

F IS2004156286 - Sjóður frá Kirkjubæ (8.70)
FF IS1997186183 - Sær frá Bakkakoti (8.62)
FM IS2002286105 - Þyrnirós frá Kirkjubæ (8.46)
M IS1999286103 - Dögg frá Kirkjubæ (8.39)
MF IS1994184184 - Dynur frá Hvammi (8.47)
MM

IS1991286102 - Freisting frá Kirkjubæ (8.16)

 

Ungur og efnilegur. Bræður hans Valgarð frá Kirkjubæ (að föðurnum) og Dropi frá Kirkjubæ (að móðurinni) eru þegar búnir að sanna sig sem einstaklingar - úrtöku gæðingar. Hér er þá komin blandan af þeim tveim og heitir Aðils frá Kirkjubæ - við erum spennt að sjá hverju fram vindur!

Kynbótamat 124 stig

 

 

Lesa meira...
 
Ásborg Sjóðssystir PDF Prenta Rafpóstur
sunnudagur, 12 júní 2016

Nýfædd Ásborg dóttir Þyrnirósar í Kirkjubæ

Nýtt folald í haganum í morgun. Þyrnirós kastaði laglegri hryssu undan Hrannari frá Flugumýri. Þessi litla systir Sjóðs frá Kirkjubæ fékk samstundis nafnið Ásborg frá Kirkjubæ.

 

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 5 - 8 af 214