Sjóður efstur í A-flokki PDF Prenta Rafpóstur
laugardagur, 11 júní 2016

Sjóður frá Kirkjubæ efstur A-flokks hesta á Hellu.

Úrtaka gæðinga sunnlenskra félaga fyrir Landsmót fer fram um helgina á Hellu. Sjóður frá Kirkjubæ er efstur inn fyrir A-flokks gæðinga með 8.76, sýndur af öryggi af Guðmundi Björgvinssyni.

 

 

 

Lesa meira...
 
Kirkjubæingar á LM 2016 PDF Prenta Rafpóstur
föstudagur, 10 júní 2016

Dropi frá Kirkjubæ og Hjörvar Ágústsson

Í kvöld lauk kynbótasýningum landsins á þessu vori en fjórar yfirlitssýningar voru í gangi samtímis, á Hellu, í Spretti, á Hólum og á Mið-Fossum. Hið nýja val-kerfi kynbótahrossa hélt hrossaræktendum á tám til loka, en nú er orðið ljóst hvaða hross hafa verið valin. Frá Kirkjubæ eru með farseðili norður þrjú kynbótahross, þau Voröld frá Kirkjubæ 6 v., Dropi frá Kirkjubæ 5 v. og Valgarð frá Kirkjubæ 4 v. Öll tamin og þjálfuð sl. vetur af Hjörvari Ágústssyni og Hönnu Rún Ingibergsdóttur. Við erum afar stolt af þessu harðsnúna liði okkar!

 

 

 

Lesa meira...
 
Rauðhettu-genin PDF Prenta Rafpóstur
fimmtudagur, 09 júní 2016

Freisting kastaði í morgun - Hermóður fæddur.

Erfðavísarnir hennar Rauðhettu varðveitast með ágætum í gegnum sonardóttur hennar Freistingu frá Kirkjubæ. Freisting sem nú er elst hrossa í Kirkjubæ hefur alið af sér mikinn ættboga og í morgun fæddist hjá henni átjánda afkvæmið, rauður hestur sem hlotið hefur nafnið Hermóður. Bróðir hans Valgarð og systursonur Dropi eru báðir í fremstu röð kynbótahrossa þetta árið inn á Landsmót hestamanna. Systurdóttir hans Voröld líka. Rauðhetta lifir spræk í gegnum þessa afkomendur sína.

 

 

 

Lesa meira...
 
Alparós kastar hryssu PDF Prenta Rafpóstur
miðvikudagur, 08 júní 2016

Nýfædd Ísborg dóttir Alparósar í Kirkjubæ

Alparós er köstuð - afkvæmið er glæsileg rauðblesótt hryssa - Ísborg. Alparós er af hinni farsælu Tinnu-línu Kirkjubæjar. Tinna->Skerpla->Fljóð->Fluga->Freisting->Alparós. Fljóð var alsystir hins hágenga Ljúfs 719 með umkringdan ættbogann af flottum keppnishestum á sinni tíð. Þess má geta að Alparós er systir Valgarðs frá Kirkjubæ - sem fáir þekktu fyrir 4 vikum síðan - en stefnir nú á frægð og frama á LM á Hólum í Hjaltadal. Alparós er einnig systir Daggar sem er móðir Dropa og Voraldar frá Kirkjubæ sem bæði eru á leið til Hóla.

 

 

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

Úrslit 9 - 12 af 214