Alparós kastar hryssu
Skrifað af Sæmundur fróði   
miðvikudagur, 08 júní 2016

Nýfædd Ísborg dóttir Alparósar í Kirkjubæ

Alparós er köstuð - afkvæmið er glæsileg rauðblesótt hryssa - Ísborg. Alparós er af hinni farsælu Tinnu-línu Kirkjubæjar. Tinna->Skerpla->Fljóð->Fluga->Freisting->Alparós. Fljóð var alsystir hins hágenga Ljúfs 719 með umkringdan ættbogann af flottum keppnishestum á sinni tíð. Þess má geta að Alparós er systir Valgarðs frá Kirkjubæ - sem fáir þekktu fyrir 4 vikum síðan - en stefnir nú á frægð og frama á LM á Hólum í Hjaltadal. Alparós er einnig systir Daggar sem er móðir Dropa og Voraldar frá Kirkjubæ sem bæði eru á leið til Hóla.