Rau­hettu-genin
Skrifa­ af SŠmundur frˇ­i   
fimmtudagur, 09 j˙nÝ 2016

Freisting kastaði í morgun - Hermóður fæddur.

Erfðavísarnir hennar Rauðhettu varðveitast með ágætum í gegnum sonardóttur hennar Freistingu frá Kirkjubæ. Freisting sem nú er elst hrossa í Kirkjubæ hefur alið af sér mikinn ættboga og í morgun fæddist hjá henni átjánda afkvæmið, rauður hestur sem hlotið hefur nafnið Hermóður. Bróðir hans Valgarð og systursonur Dropi eru báðir í fremstu röð kynbótahrossa þetta árið inn á Landsmót hestamanna. Systurdóttir hans Voröld líka. Rauðhetta lifir spræk í gegnum þessa afkomendur sína.