Skrifað af Ágúst Sigurðsson
|
mánudagur, 21 nóvember 2016 |

f.v. Ólafur formaður, Eva á Rauðalæk, Ási og Helga á Hvolsvelli, Ágúst og Unnur Kirkjubæ, Marjolyn og Kristinn Árbæjarhjáleigu.
|
Það voru stoltir Kirkjubæingar sem tóku við tilnefningu til ræktunarverðlauna ársins á ráðstefnunni Hrossarækt 2016 í Spretti um síðustu mánaðamót. Þeir voru ekki síður stoltir eigendur Kirkjubæjarbúsins Unnur og Ágúst sem tóku við ræktunarverðlaunum ársins hjá hestamannafélaginu okkar Geysi á uppskerhátíð félagsins á laugardaginn var. Valgarð frá Kirkjubæ var efsti 4 v. stóðhesturinn og Dropi frá Kirkjubæ þriðji 5. vetra stóðhesta úr ræktun Geysisfélaga.
|