Fossá frá Kirkjubæ

Fossá frá Kirkjubæ er 5 vetra gömul hryssa sem var sýnd í fyrstu verðlaun í sumar. Í aðaleinkunn hlaut hún 8.18 (Bygging: 8.26 / Hæfileikar: 8.12). Hún hlaut 8.5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet, háls/herðar/bógar og bak/lend. Síðan hlaut hún 9 fyrir stökk og réttleika. Í dómi hlaut hún 6 fyrir skeið en það hafði lítilega verið prófað fyrir dóm. Hún hefur hins vegar sýnt okkur góða takta á skeiði og verður það einfalt fyrir henni með meiri þjálfun. Frábær hryssa sem býr yfir einstöku geðslagi, traust og heilsteypt á allan hátt. Takthrein og með góð gangskil. Hægt verður að stilla henni upp í framtíðinni bæði sem fjórgangs eða fimmgangshesti í keppni. Einnig spennandi ræktunarhryssa en hún er fjórði ættliður í móðurætt með góð fyrstu verðlaun.

F. Hrókur frá Efsta-Dal (total 8.41)
Ff. Hróður frá Refsstöðum (total 8.39 and honour prize for offsprings)
Fm. Von frá Laugarvatni

M.Finna frá Kirkjubæ (total 8.10)
MF. Andvari frá Ey (total 8.36 and honour prize for offsprings)
Mm. Freisting frá Kirkjubæ (total 8.16)

Ef þú hefur áhuga á þessum hesti eða hefur spurningar, fylltu út formið hér fyrir neðan og við höfum samband

    • Fæðingarnúmer IS2012286110
    • Aðaleinkunn 8,18
    • Sköpulag 8,26
    • Kostir 8,12