Hafsteinn frá Kirkjubæ

Hafsteinn frá Kirkjubæ er til sölu, hann er 10 vetra gamall geldingur sem er mikið taminn og hentar vel í keppni. Hann er undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Andreu frá Kirkjubæ. Hann hefur farið í forkeppni í B-flokk 8,46, tölti 6,33 og fjórgangi 6,37. Hafsteinn er viljugur, reynslumikill og flestum fær.

 

Ef þú hefur áhuga á þessum hesti eða hefur spurningar, fylltu út formið hér fyrir neðan og við höfum samband

    • Fæðingarnúmer IS2007186109