Stapi frá Kirkjubæ

Stapi frá Kirkjubæ er 8 vetra geldingur, hann er klárhestur og selst vegna tímaleysis.

Hann gæti hentað vel í fjórgang og jafnvel slaktaumatölt auk þess að vera skemmtilegur reiðhestur. Hann er stór og mjög glæsilegur, viljugur og öflugur. Stapi er undan Óm frá Kvistum sem hefur hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi og Flugu frá Kirkjubæ sem er til dæmis móðir Fjólu frá Kirkjubæ sem var í öðru sæti á Landsmóti 2008 á Hellu í flokki 6 vetra hryssa (9,5 fyrir tölt og brokk).
Stapi þarfnast knapa með reynslu sem gæti haldið áfram að bæta þennan mikla grip. Fer á mjög sanngjörnu verði. ​

Ef þú hefur áhuga á þessum hesti eða hefur spurningar, fylltu út formið hér fyrir neðan og við höfum samband

    • Fæðingarnúmer IS2009186101